Sport

Alfreð æfði með Augsburg í dag

Landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason tók þátt í æfingu Augsburg í dag sem eru jákvæð tíðindi fyrir þjálfarateymi íslenska landsliðsins í knattspyrnu fyrir landsleikina sem eru framundan.

Alfreð er kominn með tíu mörk í deildinni en hefur ekki náð að haldast heill. Fréttablaðið/Getty

Landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason tók þátt í æfingu Augsburg í dag sem eru jákvæð tíðindi fyrir þjálfarateymi íslenska landsliðsins í knattspyrnu fyrir landsleikina sem eru framundan.

Alfreð fór meiddur af velli í 0-4 tapi Augsburg gegn Werder Bremen fyrir mánuði síðan aðeins viku eftir að hafa skorað þrennu í sigri á Mainz.

Á Instagram-síðu Augsburg í dag sást Alfreð á æfingu liðsins fyrir leikinn gegn Hannover um helgina. Augsburg berst fyrir lífi sínu í deildinni þessa dagana.

Íslenska karlalandsliðið hefur leik í undankeppni EM 2020 næsta föstudag þegar Ísland heimsækir Andorra áður en Ísland heldur til Frakklands og mætir ríkjandi heimsmeisturunum.

Erik Hamrén mun tilkynna leikmannahóp sinn á fimmtudaginn og kemur þá í ljós hvort að Alfreð gefur kost á sér í þetta verkefni vegna meiðslanna.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Aron Einar er að semja við lið Heimis í Katar

Fótbolti

Þrír leikmenn detta út hjá Englandi vegna meiðsla

MMA

Gunnar þakklátur fyrir stuðninginn um helgina

Auglýsing

Nýjast

Karlalandsliðið tók fyrstu æfinguna á Spáni í dag

Þórarinn Ingi biðst afsökunar á ummælum

Ronaldo kærður af UEFA

Viðar til liðs við Hammarby

Meistaraheppni hjá Manchester City um helgina

Valgarð sigursæll á Íslandsmótinu

Auglýsing