Landsliðskonan Alexandra Jóhannsdóttir var í dag lánuð til Breiðabliks út júnímánuð en það var samþykkt að beiðni Alexöndru sem vildi fá leiktíma í aðdraganda Evrópumóts kvenna í sumar.

Þetta kemur fram á heimasíðu Frankfurt og að Haukakonan verði ekki í leikmannahóp Frankfurt í lokaleik tímabilsins.

Þjálfari liðsins, Niko Arnautis, greindi frá því að Alexandra hafi rætt við hann eftir leik Frankfurt og Potsdam um síðustu helgi að ræða möguleikann á að hún myndi fara á láni aftur til Blika.

Alexandra var í lykilhlutverki í meistaraliði Breiðabliks árið 2020 áður en hún gekk til liðs við þýska félagið.