Íslenski landsliðsmaðurinn Alexander Petersson er á förum frá Rhein-Neckar Löwen eftir níu ára dvöl hjá Löwen og er búin að samþykkja tilboð frá Flensburg.

Alexander greinir frá þessu í Instagram-færslu sem sjá má hér fyrir neðan. Þar þakkar Alexander fyrir árin í Löwen en segir að vegna fjárhagsvandræða félagsins hafi verið ljóst að honum stæði ekki til boða nýr samningur í sumar.

Alexanderi er ætlað að fylla skarð Frank Samper sem er meiddur. Hinn fertugi Alexander átti hálft ár eftir af samningi sínum við Löwen.

Alexander lék á sínum tíma í þrjú ár með Flensburg frá 2007 til 2010 en þaðan fór Alexander til Füsche Berlin og til Löwen árið 2012. Með Löwen hefur Alexander tvisvar orðið þýskur meistari.

Flensburg er í harðri baráttu um þýska meistaratitilinn við Löwen, Kiel og Füsche Berlin ásamt því að vera í harðri baráttu um sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.