Þar mun Alexander leika undir stjórn Guðmundar Þórðar Guðmundssonar og verða liðsfélagi Arnars Freys Arnarssonar og Elvars Arnar Jónssonar sem kemur til Melsungen frá Skjern eftir að yfirstandandi keppnistímabili lýkur.

Alexander gekk til liðs við Flensburg í upphafi þessa árs en þaðan kom hann frá Rhein-Neckar Löwen en þar störfuðu hann og Guðmundur Þórður saman á sínum tíma.

Melsungen hefur auk Alexanders og Elvars Arnar tryggt sér starfskrafta portúgalska landsliðsmannsins André Gomes fyrir næstu leiktíð.