Alexander Petersson fékk heimild frá HSÍ til að yfirgefa landsliðið þegar tveir leikir eru eftir á HM í handbolta en ástæðurnar eru sagðar persónulegar.

HSÍ sendi tilkynningu sem staðfesti að Alexander væri á förum frá Egyptalandi í dag. Ástæðan gæti tengst því að Alexander er að skipta um lið í Þýskalandi eins og hann staðfesti fyrr í dag.

Alexander fékk rautt spjald og kom því lítið við sögu gegn Sviss í gær. Alls skilaði hinn fertugi Alexander sjö mörkum á mótinu.

Óvíst er hvort að leikurinn í gær hafi verið hans síðasti fyrir Íslands hönd en hinn fertugi Alexander hefur leikið 189 leiki fyrir Íslands hönd og skorað í þeim 726 mörk.