Enski boltinn

Alexander-Arnold fær launahækkun

Bakvörðurinn ungi og efnilegi hjá Liverpool, Trent Alexander-Arnold, er búinn að vinna sér inn fyrir launahækkun.

Alexander-Arnold hefur leikið 27 leiki á þessu tímabili. Fréttablaðið/Getty

Trent Alexander-Arnold, leikmaður Liverpool, fékk launahækkun eftir að hann spilaði sinn 30. leik fyrir aðallið félagsins í febrúar. ESPN greinir frá.

Bakvörðurinn ungi og efnilegi skrifaði undir fimm ára samning við Liverpool síðasta sumar. Í honum eru ákvæði um að hann hækki í launum þegar ákveðnum leikjafjölda hefur verið náð.

Samkvæmt heimildum ESPN fær Alexander-Arnold nú um 40.000 pund í vikulaun.

Alexander-Arnold lék 12 leiki í öllum keppnum á síðasta tímabili. Í vetur hefur hann fengið stærra hlutverk og alls spilað 27 leiki og skorað þrjú mörk.

Alexander-Arnold hefur leikið fjölda leikja fyrir yngri landslið Englands og það styttist eflaust í að hann fái tækifæri með A-landsliðinu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Ole Gunnar stóðst stóra prófið

Enski boltinn

Aron Einar meiddur á hné og ökkla

Enski boltinn

Stærsti sigur Crystal Palace í efstu deild

Auglýsing

Nýjast

Línur munu skýrast í milliriðlunum í kvöld

Buvac formlega hættur störfum hjá Liverpool

Martin spilar til úrslita í þýska bikarnum

Arnari sagt upp hjá Lokeren

Mæta Skotlandi á Spáni í dag

Góður skóli fyrir ungt lið Íslands

Auglýsing