Fótbolti

Hamrén: Förum í þessa leiki til þess að vinna

Erik Hamrén valdi í dag leikmannahóp fyrir komandi verkefni hjá íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu. Hann segir það vissulega bagalegt hversu magrir leikmenn eru meiddir, en það sé ekkert við því að gera.

Erik Hamrén var bjartsýnn á blaðamannafundinum í dag. Fréttablaðið/Anton

Það er auðvitað slæmt að vera án jafn margra lykilleikmanna og raun ber vitni. Það er hins vegar ekki í okkar höndum að koma í veg fyrir þau. Þetta er hluti af fótboltanum og ég vorkenni mest þeim leikmönnum sem hafa orðið fyrir þessum meiðslum," segir Hamrén í samtali við Fréttablaðið. 

„Það er hins vegar jákvætt að við fáum Aron [Einar Gunnarsson] aftur inn í liðið. Ég mætti honum þegar ég stýrði sænska liðinu og hef rætt við hann mikið í síma. 

Ég hlakka mikið til þess að hitta hann og fara yfir málin með honum. Það verður gott að fá hann aftur inn í liðið," sagði Svíinn um mikilvægi þess að fá fyrirliðann aftur í hópinn. 

„Við förum í þessa leiki til þess að vinna þá og það getur skipt okkur miklu máli að ná hagstæðum úrslitum á móti Belgíu. Það munu einhverjir leikmenn fá tækifæri í leiknum gegn Katar, en þrátt fyrir að við munum breyta byrjunarliðinu á einhvern hátt ætlum við að fara með sigur af hólmi," segir hann um komandi verkefni.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Suður-Kórea er með frábært lið en við óttumst ekkert

Fótbolti

Skytturnar mæta Napoli

Fótbolti

Guardiola heldur með Bayern í kvöld

Auglýsing

Nýjast

Veit vel hversu gott lið Ísland er með

Birkir reynst Frökkum erfiður undanfarin ár

Fékk þau svör sem ég var að leitast eftir

Hef góða tilfinningu fyrir leiknum

Grindavík jafnaði metin | Njarðvík komið 2-0 yfir

Sigur á Selfossi kemur Haukum í lykilstöðu

Auglýsing