Fótbolti

Hamrén: Förum í þessa leiki til þess að vinna

Erik Hamrén valdi í dag leikmannahóp fyrir komandi verkefni hjá íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu. Hann segir það vissulega bagalegt hversu magrir leikmenn eru meiddir, en það sé ekkert við því að gera.

Erik Hamrén var bjartsýnn á blaðamannafundinum í dag. Fréttablaðið/Anton

Það er auðvitað slæmt að vera án jafn margra lykilleikmanna og raun ber vitni. Það er hins vegar ekki í okkar höndum að koma í veg fyrir þau. Þetta er hluti af fótboltanum og ég vorkenni mest þeim leikmönnum sem hafa orðið fyrir þessum meiðslum," segir Hamrén í samtali við Fréttablaðið. 

„Það er hins vegar jákvætt að við fáum Aron [Einar Gunnarsson] aftur inn í liðið. Ég mætti honum þegar ég stýrði sænska liðinu og hef rætt við hann mikið í síma. 

Ég hlakka mikið til þess að hitta hann og fara yfir málin með honum. Það verður gott að fá hann aftur inn í liðið," sagði Svíinn um mikilvægi þess að fá fyrirliðann aftur í hópinn. 

„Við förum í þessa leiki til þess að vinna þá og það getur skipt okkur miklu máli að ná hagstæðum úrslitum á móti Belgíu. Það munu einhverjir leikmenn fá tækifæri í leiknum gegn Katar, en þrátt fyrir að við munum breyta byrjunarliðinu á einhvern hátt ætlum við að fara með sigur af hólmi," segir hann um komandi verkefni.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Ísland mætir Svíþjóð í Doha í dag

Fótbolti

Heillaði að spila í vetrardeild

Fótbolti

Diaz frá Man. City til Real Madrid

Auglýsing

Nýjast

Æfingar hafnar á La Manga

Felix Örn aftur til Vestmannaeyja

Sigur gæti fleytt Patreki í milliriðil

Higuain færist nær Chelsea

Gott gengi gegn Makedóníu

Tímamótaleikur hjá Arnóri Þór gegn Makedóníu

Auglýsing