Skautakonan Al­dís Kara Bergs­dótt­ir mun í þessari viku taka þátt í úr­töku­móti í listhlaupi í skautum fyrir Ólympíuleikana sem haldnir verða í Peking í Kína á næsta ári.

Keppni hefst á mótinu á morgun, þriðjudag, og stendur yfir til föstudags en mótið fer fram í Ne­bel­horn í Þýskalandi.

Aldís Kara er fyrst Íslendinga til þess að keppa á úrtökumóti fyrir Ólympíuleika í listhlaupi á skautum en hún er að keppa á sínu fyrsta tímabili í fullorðinsflokki.

Aldís Kara keppti fyrst Íslend­inga á heims­meist­ara­móti ung­linga á list­skaut­um á síðasta ári og reynir nú fyrir sér með mörgum að fremstu skautakonum heims.