Miðvörðurinn hefur leikið með Tottenham undanfarin sex ár en hefur einnig leikið með Southampton, Atletico Madrid og Ajax þar sem hann kom upp úr unglingastarfi félagsins.

Þá hefur Alderweireld leikið 113 leiki fyrir hönd Belgíu en hann var um tíma einn öflugasti miðvörður ensku úrvalsdeildarinnar.

Belginn átti tvö ár eftir af samningi sínum við Tottenham og verður annar belgíski leikmaðurinn í herbúðum Al-Duhail og leikur undir stjórn hins spænska Gerard Zaragoza.

Félagið Al-Duhail hefur sjö sinnum landað meistaratitlinum í Katar, síðast árið 2020.