Fótbolti

Albert og félagar í PSV hollenskir meistarar

Albert Guðmundsson og félagar í PSV tryggðu sér hollenska meistaratitilinn í dag með 3-0 sigri á erkifjendunum í Ajax en PSV er með tíu stiga forskot þegar þrjár umferðir eru eftir.

Albert í leik með PSV á dögunum. Fréttablaðið/Getty

Albert Guðmundsson og félagar í PSV eru hollenskir meistarar eftir 3-0 sigur á erkifjendunum í Ajax á heimavelli í dag.

Þegar þrjár umferðir eru eftir er PSV með tíu stiga forskot sem þýðir að Ajax getur ekki náð þeim.

Albert sem hefur komið við sögu í sjö leikjum hjá PSV í vetur þurfti að fylgjast með af bekknum í dag en Steven Bergwijn, Luuk de Jong og Gaston Pereiro skoruðu mörk heimamanna.

Nú er vonandi að hann fái aukin tækifæri í seinustu þremur umferðunum og brjóti ísinn í Eredivisie en hann hefur skorað níu mörk í fjórtán leikjum með Jong PSV í 2. deildinni í Hollandi.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Hörður lék sinn fyrsta leik fyrir CSKA í dag

Fótbolti

Ronaldo á vinsælustu íþróttamynd í sögu Instagram

Fótbolti

Wenger tekur ekki við Japan

Auglýsing

Nýjast

Besti hringur Tigers á risamóti síðan 2011

Þrír jafnir á toppnum á Opna breska

HK aftur á toppinn eftir sigur á Grenivík

Berglind Björg skaut Blikum í bikarúrslit

María og Ingvar Íslandsmeistarar

Stjarnan skoraði níu í Árbænum og er komin í bikarúrslit

Auglýsing