Albert Guðmundsson, leikmaður AZ Alkmaar og íslenska landsliðsins, hefur átt í viðræðum við AZ Alkmaar um nýjan samning en veit um leið um áhuga annarra liða þegar samningur hans rennur út.

Albert rennur út á samningi hjá hollenska félaginu næsta sumar og er því frjálst að ræða við önnur félög eftir tæpa tvo mánuði.

Hann greindi frá því á blaðamannafundi í dag að viðræður hefðu staðið yfir að undanförnu en að það hefði hægst á þeim.

Vesturbæingurinn bætti við að hann væri ákveðinn í að halda sæti sínu í liði AZ Alkmaar út þetta tímabil og sjá hvað myndi gerast.

Um leið staðfesti hann að hann vissi af áhuga annarra liða en honum væri ekki heimilt að nefna þau né ræða við þau vegna samningsstöðu sinnar.