Forráðamenn enska úrvalsdeildarfélagsins hafa ákveðið að hækka verðið á ársmiðum sínum fyrir næsta tímabil og er það í fyrsta skipti í átta ár sem verðið á miðunum er hækkað.
Það er Reuters sem greinir frá ákvörðun forráðamanna félagsins, ákvörðun sem hefur farið misvel í ársmiðahafa Liverpool.
Ákvörðunin er tekin til hliðsjónar af hækkandi rekstrarkostnaði félagsins en á meðan að verðið á ársmiðunum hækkar, stendur verðið á miðum fyrir yngri kynslóðina og almennum miðum í stað.
Undanfarin fimm ár hefur árlegur rekstrarkostnaður Anfield, heimavallar Liverpool, aukist um næstum 40%.
Stjórn LFC stuðningsmanna segir verðhækkunina ófyrirleitna og ósanngjarna.