For­ráða­menn enska úr­vals­deildar­fé­lagsins hafa á­kveðið að hækka verðið á ársmiðum sínum fyrir næsta tíma­bil og er það í fyrsta skipti í átta ár sem verðið á miðunum er hækkað.

Það er Reu­ters sem greinir frá á­kvörðun for­ráða­manna fé­lagsins, á­kvörðun sem hefur farið mis­vel í ársmiða­hafa Liver­pool.

Á­kvörðunin er tekin til hlið­sjónar af hækkandi rekstrar­kostnaði fé­lagsins en á meðan að verðið á ársmiðunum hækkar, stendur verðið á miðum fyrir yngri kyn­slóðina og al­mennum miðum í stað.

Undan­farin fimm ár hefur ár­legur rekstrar­kostnaður Anfi­eld, heima­vallar Liver­pool, aukist um næstum 40%.

Stjórn LFC stuðningsmanna segir verðhækkunina ófyrirleitna og ósanngjarna.