Fótbolti

Ákvörðun tekin í sumar um stækkun HM 2022

Ákvörðun verður tekin í júní hvort að það verði 48 þjóðir á HM í Katar 2022 í stað þess að það verði reynt í fyrsta sinn fjórum árum síðar.

Fyrir utan þjóðarleikvanginn í Katar. Fréttablaðið/Getty

Ákvörðun verður tekin í júní hvort að það verði 48 þjóðir á HM í Katar 2022 í stað þess að það verði reynt í fyrsta sinn fjórum árum síðar.

Þegar hefur verið tekin ákvörðun um að stækka mótið þegar það fer fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada árið 2026 en Gianni Infantino, forseti FIFA, vill reyna að ná því fjórum árum fyrr.

FIFA stofnaði sérstaka nefnd sem átti að rannsaka hvort að hægt væri að stækka mótið fyrr en áætlað var og var komist að niðurstöðunni að það væri mögulegt þrátt fyrir að þrjú ár séu til stefnu.

Til þess þyrfti Katar hinsvegar að njóta aðstoðar nágrannaríkja sinna og þyrftu að deila mótinu með nágrönnum sínum sem gæti reynst þrautinni þyngri enda Katar átt í milliríkjadeilum við nágrannaríki sín undanfarin ár.

„Ferlið er komið á næsta stig, við erum að skoða hvaða ríki í Persaflóanum væru tilbúin að deila mótinu með Katar. Ef það tekst og Katar samþykkir hugmyndir okkar munum við leggja það fyrir þing FIFA og stjórnina í sumar.“

Heimsmeistaramótið árið 2022 fer fram í olíuríkinu Katar og fara flestir leikirnir fram nálægt höfuðborginni Doha en þetta verður í fyrsta sinn sem HM fer fram í Mið-Austurlöndunum. Vegna hitastigsins á svæðinu var mótinu frestað fram í nóvember.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Lokapróf koma í veg fyrir að Agla María fari með til Suður-Kóreu

Fótbolti

Fimm breytingar á hópnum sem fer til Suður-Kóreu

Fótbolti

Stórleikur hjá Söru Björk gegn Lyon í dag

Auglýsing

Nýjast

Körfu­bolta­lands­liðin á­fram í Errea næstu þrjú árin

Vildu gefa Söru Björk frí til að safna kröftum

Heimir og Aron Einar sameinaðir á ný í Katar

Sjáum í þessum leikjum hvar liðið stendur

Danielle fór á kostum í sigri Stjörnunnar

Hilmar keppir á lokamóti heimsbikarsins

Auglýsing