Svava Rós Guð­munds­dóttir, sóknar­maður ís­lenska lands­liðsins, gekk í raðir NJ/NY Got­ham í Banda­ríkjunum á dögunum. Hún var búin að af­þakka til­boð frá Banda­ríkjunum fyrr á ferlinum en var á­kveðin í að stökkva á tæki­færið ef það byðist í þetta skiptið.

Lands­liðs­konan Svava Rós Guð­munds­dóttir skrifaði um helgina undir samning við NY/NJ Got­h­am sem leikur í NWSL-deildinni í Banda­ríkjunum. Með því verður Svava fjórði Ís­lendingurinn til að leika í NWSL-deildinni og sér til þess að Ís­land á á­fram full­trúa í deildinni eftir að Gunn­hildur Yrsa Jóns­dóttir yfir­gaf Or­lando Pride á dögunum.

„Þau hafa fyrst sam­band fyrir jól og sögðust hafa mikinn á­huga á mér, en þau vildu bíða með þetta fram yfir ný­liða­valið í NWSL-deildinni, áður en það yrði samið við mig. Ég ætlaði ekki að bíða en lét þau vita að ef þau kæmu aftur væri ég á­huga­söm um að semja og þau höfðu sam­band bara um leið og ný­liða­valinu lauk og vildu ólm semja við mig,“ segir Svava um að­draganda fé­lags­skiptanna.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem lið í Banda­ríkjunum hafa sýnt Svövu á­huga.

„Það hefur áður verið á­hugi frá Banda­ríkjunum, senni­lega þrisvar eða fjórum sinnum sem lið hafa lýst yfir á­huga sem ég hef fram að þessu neitað. Ég hef fengið samnings­boð og lið sem reyndu aftur og aftur en ég neitaði því ég vildi spila lengur í Evrópu, en það er ekkert sjálf­sagt að komast að í banda­rísku deildinni og ég var á­kveðin að skoða til­boðin vel ef þau kæmu frá Banda­ríkjunum í ár.“

Hún segist vera spennt að spreyta sig í banda­rísku deildinni sem er með þeim sterkari í heiminum.

„Það er komin mikil spenna, þetta er öðru­vísi og nýtt tæki­færi. Ég er búin að vera í Skandinavíu, lengst af í Noregi og í Sví­þjóð, eitt ár í Frakk­landi og langaði að fara eitt­hvert utan Evrópu. Mér finnst banda­ríska deildin mjög heillandi, hún er mjög sterk og um­fangið er allt í fremstu röð. Svo eru sterkari leik­menn sem maður æfir með og spilar gegn svo að það ætti að hjálpa manni að taka fram­förum. Það stóð til boða að vera á­fram í Noregi en ég vildi skoða hvað væri í boði og ég á­kvað að það væri gott skref að fara í sterkari deild,“ segir Svava sem var áður búin að leita ráða hjá Gunn­hildi og Dag­nýju Brynjars­dóttur um lífið í banda­rísku deildinni.

„Ég talaði við þær fyrir einu eða tveimur árum þegar kom fyrir­spurn. Þá spurðist ég fyrir og ræddi tals­vert við þær, svo að mér fannst ég vera orðin nokkuð fróð um deildina.“

Þar sem Got­ham vildi í fyrstu bíða með að semja við Svövu fór lands­liðs­fram­herjinn í við­ræður við nokkur lið.

„Það var á­hugi víða, meðal annars voru nokkur ensk lið sem höfðu sam­band og vildu fá mig og ég fór í ein­hverjar við­ræður þar. Það voru lið frá Portúgal, Spáni, Eng­landi, Mexíkó og Banda­ríkjunum sem sýndu á­huga en um leið og Got­ham kom til baka kom ekkert annað til greina.“