Rúnar Kristinsson fagnaði í gær sínum sjötta stóra titli sem þjálfari karlaliðs KR í knattspyrnu þegar liðið varð Íslandsmeistari eftir sigur gegn Val í 20. umferð Pepsi Max-deildairnnar.

Undir stjórn Rúnars varð KR-liðið Íslandsmeistari ári 2011 og 2013 og bikarmeistari 2011, 2012 og 2014. Síðan árið 2014 hefur enginn titill rekið á fjörur Vesturbæjarliðsins þar til Rúnar kom aftur til skjalanna.

Heimildir Fréttablaðsins herma að forráðamenn norska úrvalseildarliðsins Brann hafi áhuga á því að ráða Rúnar sem þjálfara liðsins og hafi spurst fyrir um starfskrafta hans.

Hins vegar segja sömu hemildir að Rúnar sé tregur til þess að stökkva frá borði hjá KR og muni ekki taka við liði erlendis nema að vel ígrunduðu máli. Rúnar hefur áður þjálfað norska liðið Lilleström og belgíska liðið Lokeren.