Apollon Limassol á Kýpur hefur gert norska félaginu Rosenberg tilboð um kaup á varnarmanninum Hólmar Erni Eyjólfssyni. Þetta kemur fram í frétt á 433.is.

Hólmar Örn sem hefur verið orðaður við heimkomu fyrir næsta sumar ku einnig vera á radarnum hjá íslensku félögunum FH, Val og fleiri félögum á íslenskri grunu.

Apollon Limassol situr í þriðja sæti kýpverksu úrvalsdeildarinnar eins og sakir standa en liðið hefur í þrisvar sinnum orðið kýpversku meistari og níu sinnum orðið bikarmeistari.

Hólmar Örn, sem hefur leikið í atvinnumennsku í 13 ár á að baki 19 A-landsleiki en hann hefur sett landsliðsskóna á hilluna.