Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, hefur að höfðu samráði við sóttvarnaryfirvöld tekið þá ákvörðun að heimila áhorf­end­um að mæta á leiki sem fram fara á vegum sambandsins og þá viðburði sem sambandið heldur.

Ákvörðunin tekur nú þegar gildi en áhorfendafjöldi og þær sem reglur sem gilda um háttsemi áhorfenda eru í samræmi við þau lög og þær reglu­gerðir sem eru í gildi um sóttvarnir. Þannig geta einunigs 200 áhorfendur verið í hverju hólfi á völlunum og halda skal eins metra reglu á milli þeirra sem mæta á leikina og viðburðina.

Börn fædd 2005 og fyrr eru nú talin með inni í fyrrgreindri tölu ólíkt því sem áður var.

Fimm leik­ir eru á dag­skrá í efstu deild karla í knattspyrnu karla í kvöld og fjórir leikir í næstefstu deild karla. Stuðningsmenn þeirra lið sem etja kappi í kvöld og aðrir knattspyrnuáhugamenn geta lagt leið sína á völlinn í kvöld.