Heil­brigðis­ráðu­neytið hefur nú upp­fært hvaða breytingar verða á sam­komu­tak­mörkunum þann 15. apríl næst­komandi. Nú hefur reglum um í­þrótta­æfingar- og keppnir barna og full­orðinna verið breytt þannig að allt að 100 á­horf­endur mega koma saman á slíkum við­burðum.

„Í­þrótta­æfingar og -keppnir barna og full­orðinna með og án snertinga í öllum í­þróttum heimilar með allt að 100 á­horf­endum sem skulu skráðir í sæti. Há­marks­fjöldi full­orðinna verður 50 manns en fjöldi barna fer eftir sömu tak­mörkunum og í skóla­starfi,“ stendur nú í til­kynningu á vef Stjórnar­ráðsins.

Þvert á tillögu Þórólfs

Breytingin er þvert á til­lögur Þór­ólfs Guðna­sonar sótt­varna­læknis en í minnis­blaði hans var það lagt til slíkar keppnir verði heimilar án á­horf­enda og að há­marks­fjöldi í hverju hólfi hjá börnum og full­orðnum verði 50 manns. Í fyrri tilkynningu var farið eftir þeim tillögum.

Fjöl­margir höfðu gagn­rýnt breytingarnar sem kynntar voru í morgun þar sem ekki var kveðið á um til­slakanir á í­þrótta við­burðum. Hrannar Már, stjórnar­maður knatt­spyrnu­deildar Víkings, sagði til að mynda þetta vera mis­munun, sér­stak­lega þegar litið er til annarra til­slakana.

„Frá og með fimmtu­degi munu 100 manns mega vera í hverju hólfi í leik­húsum en 0 manns vera í stúkunni í Víkinni. Á sama tíma mættu 100 manns sitja á gras­balanum í Elliða­ár­dal og horfa á Leik­hópinn Lottu,“ skrifaði Hrannar í færslu á Twitter sem margir tóku undir.

Ó­ljóst er hvers vegna breytingin var gerð.