Á­horf­endum verður aftur hleypt á á­horf­enda­pallana í leikjum í enska boltanum frá og með mið­viku­deginum 2. desember næst­komandi. Þetta til­kynnti Boris John­son, for­sætis­ráð­herra Bret­lands, í dag. Tak­markanir verða þó á fjölda þeirra sem mega koma á hvern leik.

Engir á­horf­endur hafa verið á leikjum í ensku deilda­keppninni frá því í mars síðast­liðnum vegna CO­VID-19-far­aldursins.

Það hversu margir á­horf­endur mega vera á leikjum fer eftir skil­greindum á­hættu­svæðum vegna smit­hættu. Á svæðum sem eru í flokki 1 mega að há­marki vera 4.000 á­horf­endur utan­dyra, á svæðum í flokki 2 mega að há­marki vera 2.000 á­horf­endur en á­horf­enda­bann verður á­fram á svæðum í þriðja á­hættu­flokki.

Enn er ó­víst hvaða svæði fara í hvern flokk en það fer þó eftir þróun far­aldursins næstu daga og vikur. Mail On­line greinir frá því að miðað við stöðuna núna sé lík­legt að fé­lög í Lundúnum, Chelsea og Arsenal sem dæmi, geti tekið á móti á­horf­endum í desem­ber­mánuði.

Meiri ó­vissa er þó hvort fé­lög víða annars staðar, til dæmis í Mið­héruðunum, norð­vestur- og norð­austur­hluta Eng­lands, geti tekið strax á móti á­horf­endum. Þetta á til dæmis við um Manchester-liðin, Leicester City og New­cast­le United svo nokkur séu nefnd.