Ágúst Elí Björgvinsson og félagar í Savehof leika til úrslita í efstu deild sænska handboltans eftir 28-23 sigur á Skovde í dag.

Með því sigrar Savehof einvígið samanlagt 3-1 og tryggði sér þáttökurétt í úrslitunum þar sem Savehof mætir Alingsas.

Ágúst Elí átti góðan dag í markinu og kom oft með mikilvægar vörslur í sigri Savehof.

Þetta er í fyrsta sinn í sjö ár sem Savehof leikur til úrslit.