Ágúst Elí Björg­vins­son, landsliðsmarkvörður í hand­knatt­leik, sem leikur með danska úrvalsdeildarliðinu Kolding, mun ganga til liðs við Ribe-Esbjerg næsta sumar. Þetta staðfestir félagið í færslu á facebook-síðu sinni í dag.

Ribe-Esbjerg er eins og sakir standa í áttunda sæti dönsku úrvalsdeildarinnar á meðan Kolding situr í því þrettánda.

Ágúst Elí kom til Kolding frá Sävehof í Svíþjóð árið 2020 en hér heima lék hann með FH áður en hann hélt utan landsteinanna.

Þessi 26 ára gamli leikmaður er í leikmannahópi íslenska landsliðsins sem undirbýr sig þessa dagana fyrir Evrópumótið sem farm fer í Ungverjalandi og Slóvakíu og byrjar í næstu viku.