Sergio Aguero og Kevin De Bruyne verða fjarverandi í stórleiknum gegn Chelsea á morgun.

Þetta staðfesti Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City á blaðamannafundi fyrir leikinn.

Belginn De Bruyne hefur aðeins leikið 81. mínútu á þessu tímabili vegna meiðsla en hann ætti að vera klár í slaginn fyrir jólavertíðina.

De Bruyne var á sínum tíma á mála hjá Chelsea og skoraði sigurmarkið í fyrri leik liðanna á síðasta tímabili.

Aguero meiddist á æfingu á dögunum degi eftir að Guardiola hvíldi hann í leik vegna ofþreytu.