Enski boltinn

Agu­ero og De Bru­yne ekki með á morgun

​Sergio Aguero og Kevin De Bruyne verða fjarverandi í stórleiknum gegn Chelsea á morgun​

Tveir bestu leikmenn Manchester City fram á við missa af leiknum gegn Chelsea. Fréttablaðið/Getty

Sergio Aguero og Kevin De Bruyne verða fjarverandi í stórleiknum gegn Chelsea á morgun.

Þetta staðfesti Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City á blaðamannafundi fyrir leikinn.

Belginn De Bruyne hefur aðeins leikið 81. mínútu á þessu tímabili vegna meiðsla en hann ætti að vera klár í slaginn fyrir jólavertíðina.

De Bruyne var á sínum tíma á mála hjá Chelsea og skoraði sigurmarkið í fyrri leik liðanna á síðasta tímabili.

Aguero meiddist á æfingu á dögunum degi eftir að Guardiola hvíldi hann í leik vegna ofþreytu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Guðni forseti sá Jóhann Berg leggja upp mark

Enski boltinn

Crystal Palace komst upp í miðja deild

Enski boltinn

Newcastle United kom sér í tímabundið skjól

Auglýsing

Nýjast

ÍBV síðasta liðið í Höllina

Fram úr fallsæti með sigri norðan heiða

Ágúst þjálfar U-20 ára landsliðið

Messi skoraði þrjú og lagði upp eitt

Úrslit úr Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum

Snorri hafnaði í 39. sæti í skiptigöngu

Auglýsing