Sergio Aguero sem lagði skóna á hilluna fyrr í vetur ákvað að afþakka boð um að vera í þjálfarateymi argentínska landsliðsins á HM í Katar.

Aguero var áður búinn að lýsa yfir áhuga á því að koma inn í þjálfarateymið og var Lionel Scaloni búinn að bjóða honum stöðu.

Markahrókurinn sem þurfti að leggja skóna á hilluna vegna hjartavandamála segist ætla að njóta þess að fylgjast með HM af hliðarlínunni sem stuðningsmaður.

Aguero skoraði eina mark Argentínu þegar Argentína mætti Íslandi í fyrsta leik á HM 2018 í Rússlandi.