Sergio Agüero framherji Manchester City skoraði sína elleftu þrennu í ensku úr­vals­deild­ar­inn­i í knattspyrnu karla þegar hann skoraði þrjú marka liðsins í 6:0 sigri gegn Chel­sea í gær.

Agüero jafnaði þar af leiðandi met enska landsliðsframherjans fyrrverandi Alan Shear­er á listanum yfir þrennur í deildinni. 

Þetta var þriðja þrenna Agüero á yfirstandandi leiktíð og önnur þrennan í síðustu þremur leikjum liðsins. Hann skoraði öll þrjú mörk Manchester City í 3-1 sigri á móti Arsenal á dög­un­um.

Agüero er þar að auki orðinn markahæsti leikmaður í sögu Manchester City í efstu deild, en hann hefur hef­ur skorað 160 deild­ar­mörk fyrir liðið. Það er tveim­ur meira en Tommy Johnsen og Eric Brook. 

Argentínski framherjinn er aukinheldur marka­hæsti leikmaður­inn í sögu City en hann hefur alls skorað 222 mörk á þeim átta keppnistímabilum sem hann hefur leikið með félaginu.