Kári Kristján Kristjánsson gæti tekið þátt í leik ÍBV og Hauka í úrslitakeppni Olís-deildarinnar á morgun eftir að stjórn HSÍ óskaði eftir því að aganefnd tæki mál hans upp á ný.

Kemur það fram á vefnumeyjar.net að stjórn HSÍ hafi tilkynnt ÍBV að málið yrði tekið upp að nýju hjá aganefnd HSÍ.

Var það gert í ljósi þess að farið var eftir röngum upplýsingum þegar bannið var úrskurðað.

Kári Kristján sat hjá þegar Haukar unnu 32-27 sigur á ÍBV á sunnudaginn. Komist aganefnd að því að banninu verði ekki haggað mun Kári ekki koma meira við sögu gegn Haukum ef ÍBV tekst að knýja fram oddaleik.