Hljóm­sveit­in KALEO hef­ur gert styrkt­ar­samn­ing við knatt­spyrn­u­deild Aftur­eld­ing­ar og mun meist­ar­a­flokksl­ið karl­a spil­a með merk­i KALEO fram­an á treyj­um sín­um. Sam­kvæmt til­kynn­ing­u frá Aftur­eld­ing­u er um „sög­u­fræg­an“ styrkt­ar­samn­ing að ræða þar sem ekki sé vit­að til þess að heims­fræg hljóm­sveit hafi áður aug­lýst með þess­um hætt­i á bún­ing­um í­þrótt­a­fé­lags.

KALEO á ræt­ur sín­ar að rekj­a til Mos­fells­bæj­ar og ljóst er af þess­um samn­ing­i að þeir fé­lag­ar bera sterk­ar taug­ar til knatt­spyrn­u­liðs bæj­ar­ins. Þrír með­lim­a hljóm­sveit­ar­inn­ar spil­uð­u með yngr­i flokk­um fé­lags­ins og var Jök­ull Júl­í­us­son söngv­ar­i KALEO „lið­tæk­ur leik­mað­ur“ áður en hann lagð­i skónn­a á hill­un­a til að ein­beit­a sér að tón­list­inn­i, með góð­um ár­angr­i.

Seg­ir heið­ur að starf­a með Aftur­eld­ing­u

,,Teng­ing­in við Mos­fells­bæ er allt­af ó­end­an­leg­a sterk og við höf­um allt­af fund­ið fyr­ir mikl­um stuðn­ing frá sveit­ung­um okk­ar. Þett­a er því frá­bært tæk­i­fær­i til að gefa til baka og ein­fald­leg­a heið­ur að starf­a með mínu upp­eld­is­fé­lag­i! Það hef­ur ver­ið ó­trú­leg­a gam­an að sjá fé­lag­ið vaxa síð­ust­u ár og verð­ur gam­an að fylgj­ast með fram­hald­in­u," seg­ir Jök­ull.

,,Það er al­gjör­leg­a frá­bært sjá KALEO styðj­a við lið­ið sitt með þess­um hætt­i og gera við okk­ur flott­an styrkt­ar­samn­ing. Það er mik­il teng­ing á mill­i Aftur­eld­ing­ar og KALEO og með­al ann­ars er lag frá þeim er allt­af spil­að und­ir þeg­ar lið­ið geng­ur inn á Fag­verks­völl­inn. Svo er ekki verr­a að lið­ið spil­i í svöl­ust­u treyj­u lands­ins og þó víð­ar væri leit­að að minnst­a kost­i næst­u tvö árin."