Handknattleiksdeild Aftureldingar hefur tilkynnt að karlalið félagsins muni ekki leika í Evrópubikarnum í vetur eins og til stóð.

Er þessi ákvörðun tekin í ljósa þeirra áhrifa sem kórónaveirufaraldurinn myndi hafa á ferðalög liðsins.

„Vegna ferðatak­mark­ana og sótt­varn­ar­á­kvæða af völd­um kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins, sér stjórn hand­knatt­leiks­deild­ar Aft­ur­eld­ing sér ekki fært annað en að draga karlalið sitt úr Evr­ópu­keppn­inni í hand­bolta í ár.

Aft­ur­eld­ing átti að leika við Granitas-Karys frá Lit­há­en 14. nóv og aft­ur 21. nóv. Granitas mun því fara sjálf­krafa áfram í 3.um­ferð keppn­inn­ar. Því miður sér stjórn deild­ar­inn­ar ekki annað í stöðunni og í raun það eina ábyrga að gera í ljósi þess ástands sem rík­ir nú um all­an heim,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu Mosfellinga.