Auckland City, fulltrúi Eyjaálfu í Heimsmeistarakeppni félagsliða, afþakkaði þátttökuaðild í keppninni þetta árið vegna skilyrða sóttvarnaryfirvalda í Nýja-Sjálandi fyrir heimild Auckland til þátttöku á mótinu.

Mótið er á dagskrá í Katar síðar í þessum mánuði en það hefur um árabil farið fram undir lok hvers árs. Þar mætast álfumeistarar en Bayern Munchen er fulltrúi Evrópu þetta árið.

Sóttvarnaryfirvöldum í Nýja-Sjálandi hefur tekist að halda kórónaveirufaraldrinum í lágmarki og var forráðamönnum Auckland því sett ströng skilyrði um sóttvarnir ef félagið ætlaði að taka þátt í mótinu.

Forráðamenn félagsins ákváðu því að tilkynna FIFA að Auckland gæti ekki tekið þátt í mótinu fyrir hönd Eyjaálfu þetta árið.