Fótbolti

Afskaplega erfið staða hjá Eyjamönnum

ÍBV er í býsna strembinni stöðu eftir 3-0 tap liðsins geng norska liðinu Sarpsborg í fyrri leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu karla á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í kvöld.

Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV. Fréttablaðið/Eyþór

ÍBV er í býsna strembinni stöðu eftir 2-0 tap liðsins geng norska liðinu Sarpsborg í fyrri leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu karla á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í kvöld. 

Umdeilanlegt atvik átti sér stað undir lok fyrri hálfleiks. Shahab Zahedi slapp þá einn í gegnum vörn Sarpsborg og féll vð eftir viðskipti við Joonas Tamm. Eyjamenn vildu fá aukaspyrnu og að Tamm yrði í kjölfarið vísað af velli með rauðu spjaldi. 

Dómari leiksins var hins vegar ekki á sama máli og lét leikinn halda áfram án þess að dæma. 

Það var Rashad Muhammed sem skoraði fyrra mark Sarpsborg eftir tæplega klukkutíma leik og Patrick Mortensen tvöfaldaði forystu norska liðsins rúmum stundarfjórðungi síðar. 

Ole Jørgen Halvorsen og Armin Askar bættu svo gráu ofan á svart fyrir Eyjaliðið þegar þeir bætti þriðja og fjórða marki Sarpsborg við í uppbótartíma seinni hállfleiks.

Gunnar Heiðar Þorvaldsson komst næst því að komast á blað fyrir ÍBV, en skot hans um miðbik seinni hálfleiks small í stönginni, nærri samskeytunum, á marki Sarpsborg.  

Liðin eigast við í seinni leik sínum í Sarpsborg eftir viku. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Mistök kostuðu Ísland sigurinn gegn spræku liði Katars

Fótbolti

Van Dijk skaut Hollandi áfram í Þjóðadeildinni

Fótbolti

Verðskuldað jafntefli í lokaleik ársins gegn Katar

Auglýsing

Nýjast

FH bjargaði stigi í hádramatísku jafntefli gegn Val

Kolbeinn fagnaði byrjunarliðssætinu með marki

Kolbeinn og Eggert koma inn í liðið gegn Katar

Leik lokið: Katar - Ísland 2-2

West Ham fær leyfi til að bæta við níu þúsund sætum

Tveir leikmenn Þórs/KA æfa með Leverkusen

Auglýsing