Ákvörðun Mercedes um að áfrýja ekki staðfestir þá staðreynd að Max Verstappen er ríkjandi heimsmeistari í Formúlu 1. Hann fær titilinn afhentan við hátíðlega athöfn í París í kvöld.

,,Í samráði við Lewis Hamilton höfum við íhugað vandlega þá atburði sem áttu sér stað í lokakeppni Formúlu 1 tímabilsins. Við hvívetna haft ást okkar fyrir íþróttinni í fyrirrúmi og trúum því að allar keppnir eigi að sigrast á eigin verðleikum. Í síðustu keppni fannst mörgum, þar með talið okkur að það hvernig hlutirnir þróuðust hafi ekki verið réttlátt. Ástæðan fyrir því að við mótmæltum úrslitum keppninnar á sunnudaginn var sú að reglum um öryggisbíla var beitt á nýjan hátt sem hafði áhrif á úrslit keppninnar, eftir að Lewis hafði verið í forystu og á leiðinni að vinna heimsmeistaratitilinn.

Mercedes segist hafa kært ákvörðunina í þágu íþróttalegrar sanngirni. ,,Síðan þá höfum við verið í uppbyggilegum viðræðum við FIA og Formúlu 1 til að skapa skýrleika fyrir framtíðina, svo að allir keppendur viti hvaða reglum þeir eru að keppa eftir og hvernig þeim verður framfylgt. Þess vegna fögnum við ákvörðun FIA að setja á fót nefnd til að greina ítarlega það sem gerðist í Abu Dhabi og til að bæta traustar reglur, stjórnarhætti og ákvarðanatöku í Formúlu 1. Við fögnum því líka að þeir hafi boðið liðum og ökumönnum að taka þátt í því."

Mercedes segist ætla að vinna með nefnd FIA með það að markmiði að byggja upp betri Formúlu 1. ,,Fyrir hvert lið og alla aðdáendur sem elska þessa íþrótt eins mikið og við. Við munum veita FIA aðhald í þessu ferli og við drögum hér með áfrýjun okkar til baka."

Þá nýtti Mercedes tækifærið og óskaði Max Verstappen og Red Bull Racing til hamingju með afrekið. ,,Við viljum votta ykkur okkar einlægu virðingu fyrir afrekum ykkar á þessu tímabili. Þið gerðuð þennan titilbardaga í Formúlu 1 epískan. Max, við óskum þér og öllu liðinu þínu til hamingju. Við hlökkum til að heyja baráttu við okkur innan brautar á næsta tímabili.

Hvað leiddi til þessa?

Mercedes sendi frá sér yfirlýsingu á sunnudaginn síðastliðinn þar sem að liðið sagðist hafa það í hyggju að áfrýja niðurstöðu ráðsmanna Formúlu 1 eftir kappaksturinn í Sádí-Arabíu.

Forráðamenn Mercedes höfðu átt fund með ráðsmönnum Formúlu 1 þar sem að þeir mótmælti ákvörðun ráðsmanna og að þeim hafi fundist tvær reglugerðir hafa verið brotnar í ákvörðun ráðsmanna Formúlunnar um að leyfa hringuðum bílum að afhringasig undir lok keppninnar á bak við öryggisbíl.

Hringuðum bílum fyrir aftan öryggisbílinn hafði verið skipað að halda sig fyrir aftan öryggisbílinn þar sem að þeir voru staðsettir á milli Hamilton sem var í fyrsta sæti og Verstappen sem var í öðru sæti.

Keppnisstjórnendur ákváðu hins vegar að breyta ákvörðun sinni og leyfðu þeim bílum sem voru hring á eftir forystusauðunum að afhringa sig. Frá þeirri stundu varð ljóst að Hamilton ætti erfitt uppdráttar þar sem að Verstappen var á mun betri dekkjagangi. Svo fór að hann tók framúr Hamilton og tryggði sér sigur í stigakeppni ökumanna. Mótmæli Mercedes voru ekki tekin gild.