Fram kemur í auglýsingu Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, um þær sóttvarnaraðgerðir sem gilda eigi á komandi vikum. Þar segir að íþróttaviðburðir skuli áfram verði leiknir án þess áhorfendum sé heimilt að mæta á viðburðina.

Þá kom fram á heimasíðu knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, í dag að næstu leikjum Breiðabliks og Víkings á Íslandsmótinu í knattspyrnu karla verði frestað vegna væntanlegrar sóttkvíar leikmanna og forráðamanna liðsins vegna þáttöku liðsins í Evrópukeppni á fimmtudaginn kemur.

Breiðablik og Víkingur þurfa að undirgangast sóttkví við heimkomu úr leikjum sínum í Evrópudeildinni. Breiðablik leikur gegn Rosenborg í Noregi og Víkingur mætir þar Olimpija Ljubljana í Slóveníu.

Neðangreindum leikjum hefur því verið frestað:

FH - Víkingur R. - 30. ágúst kl. 17:00

Fjölnir - Breiðablik - 30. ágúst kl. 17:00

Nýir leikdagar verða tilkynntir síðar.