Bissouma var ásamt manni á fertugsaldri, handtekinn vegna meints kynferðislegs brots á konu í Sussex þann 6. október síðastliðinn.

Mennirnir voru látnir lausir gegn tryggingu til dagsins í dag og nú hefur lausn þeirra verið framlengd fram í janúar á meðan að málið er í rannsókn.

Rannsókn lögreglu á málinu hefur ekki komið í veg fyrir að Bissouma spili með Brighton í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur verið fastamaður í byrjunarliði liðsins undanfarna leiki. Bissouma hefur leikið ellefu leiki með Brighton á tímabilinu.

Bissouma gekk til liðs við Brighton frá franska liðinu LOSC Lille í júlí árið 2018, alls hefur hann spilað 108 leiki fyrir félagið, skorað fjögur mörk og gefið tvær stoðsendingar.