Með því er búið að fresta eða aflýsa fimm keppnum á þessu ári vegna kórónaveirufaraldursins.

Ákvörðunin var tekin í samráði við japönsk stjórnvöld sem framlengdu á dögunum neyðarástandi í landinu vegna fjölgun kórónaveirusmita.

Tímabilið er hálfnað í Formúlu 1 og eru 22 keppnir á dagskrá en kappaksturinn í Suzuka í Japan átti að vera sá sautjándi í röðinni.

Áður var búið að aflýsa keppnum í Melbourne í Ástralíu, Montreal í Kanada, Singapúr og Sjanghæ í Kína.

Stjórn Formúlu 1 vinnur þessa dagana að því að finna annan keppnisstað.