Búið er að fresta Opna breska meistaramótinu í golfi sem átti að fara fram um miðjan júlí. Er þetta í fyrsta sinn sem mótinu er frestað síðan í seinni heimstyrjöldinni.

Mótið átti að fara fram á Royal St George’s vellinum í Kent á Englandi en ákveðið var að völlurinn haldi keppnisrétt sínum fram á næsta ár.

Opna breska meistaramótið er þriðja risamót ársins og elsta og virtasta golfmót heimsins. Fyrsta mótið fór fram árið 1860 og átti þetta að vera 149. mótið.

Einu skiptin sem mótinu hefur verið frestað hefur verið vegna fyrri- og seinni heimstyrjaldarinnar og nú vegna kórónaveirunnar.