Tiger Woods byrjar ekki vel á Opna breska meistaramótinu sem hófst á St. Andrews í gær. Eftir fyrsta daginn er Tiger sex höggum yfir pari vallarins og fjórtán höggum á eftir efsta manni.

Þessi goðsaganakenndi kylfingur nældi sér meðal annars í tvo tvöfalda skolla á hring gærdagsins .

,,Mér líður ekki eins og ég hafi verið að hitta illa en ég endaði oft í slæmum stöðum eða skrítnir hlutir gerðist. Það er bara stundum þannig sem þetta spilast," sagði Tiger Woods við fjölmiðla eftir hring gærdagsins.

Tiger sneri aftur á golfvöllinn í fyrsta skipti í apríl síðastliðnum eftir að hafa lent í alvarlegu bílslysi. Tiger meiddist illa eftir að hafa misst stjórn á bifreið sinni í febrúar á þessu ári og hann eyddi í kjölfarið þremur vikum á sjúkrahúsi og um tíma var sá möguleiki íhugaður að taka af honum einn fót sökum þeirra meiðsla sem hann varð fyrir.

,,Það skiptir mig miklu máli að spila á þessu móti miðað við allt sem hefur átt sér stað undanfarna mánuði. Ég hafði vonast til þess að geta spilað hér og hér er ég nú. En ég hefði getað staðið mig betur í dag."

Hann sló síðan á létta strengi: ,,Ætli ég verði ekki bara að fara á 66 höggum á morgun til þess að eiga möguleika á sigri. Þeir gerðu það í dag og nú er það undir mér komið að gera slíkt hið sama."