Handbolti

Afar óvæntur sigur hjá Síle gegn Austurríki

Síle vann sannfærandi 32-24 sigur þegar liðið mætti Austurríki í annarri umferð í C-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta karla í Herning í Danmörku í dag.

Erwin Feuchtmann fagnar einu af mörkum sínum fyrir Síle gegn Ausurríki í dag. Fréttablaðið/AFP

Patrekur Jóhannesson þjálfari Austurríkis er að öllum líkindum afar ósáttur við frammistöðu leikmanna sinna í seinni hálfleik í leik liðsins gegn Síle í C-riðli á heimsmeistaramótinu í handbolta karla í dag. 

Eftir góðan endasprett í fyrri hálfleiknum var staðan 15-14 Austurríki í vil og flestir bjuggust við því að Austurríkismenn myndu fylgja því eftir og fara með sigur af hólmi. 

Það fór hins vegar allt í baklás hjá leikmönnum Austurríkis í seinni hálfleik og Felipe Barrientos lokaði marki Síle á löngum köflum með góðri markvörslu sinni. 

Erwin Feuchtmann var markahæstur í liði Sílemanna með níu mörk, en Robert Weber var ljósið í myrkvinu í leik Austurríkismanna og var atkvæðamestur með sex mörk. 

Annarri umferðinni lýkur með leikjum Noregs og Sádi-Arabíu annars vegar og Danmerkur og Túnis síðar í dag. Leikur Norðmanna og Sáda hefst klukkan 16.30 og Danir mæta Túnismönnum klukkan 19.15. 

Fyrir þá leiki eru Danmörk, Noregur, Austurríki og Síle með tvö stig hvert lið, en Sádi-Arabía og Túnis aftur á móti án stiga.  

Patrekur Jóhannesson þjálfari Austurríkis brúnaþungur á hliðarlínunni í leik liðsins gegn Síle í dag. Fréttablaðið/Getty

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Sjáum í þessum leikjum hvar liðið stendur

Handbolti

Mæta Argentínu en ekki Angóla á æfingarmótinu

Handbolti

Ragnheiður inn í landsliðið fyrir Mariam

Auglýsing

Nýjast

Vals­konur komnar í topp­sæti deildarinnar

Pogba dreymir um að spila fyrir Real einn daginn

Fylkir semur við eistneskan landsliðsmann

Sky velur Gylfa í úr­vals­lið tíma­bilsins til þessa

Körfu­bolta­lands­liðin á­fram í Errea næstu þrjú árin

Vildu gefa Söru Björk frí til að safna kröftum

Auglýsing