Jim Gottfridsson verður ekki meira með Svíum á Heimsmeistaramótinu í handbolta. Þetta varð ljóst eftir meiðsli sem hann hlaut í einvíginu við Egypta í 8-liða úrslitum í gærkvöldi.

Þetta er mikið högg fyrir Svía. Gottfridsson er besti leikmaður liðsins.

Kappinn meiddist á vinstri hendi snemma leiks í gær og fljótt kom í ljós að hann yrði ekki meira með.

Svíþjóð vann leikinn í gær og mætir Frökkum í undanúrslitum á morgun. Þar verður enginn Gottfridsson.

Gottfridsson er leikmaður Flensburg í Þýskalandi og missir hann líka af leikjum þar. Hann verður frá í tvo mánuði.