Helgi Seljan, blaðamaður á Stundinni, settist í settið í Íþróttavikunni með Benna Bó, sem sýnd er á Hringbraut á föstudögum. Þar var einnig Hörður Snævar Jónsson, íþróttastjóri Torgs.
Karlalið Vals í handbolta keppir í Evrópudeildinni þetta tímabilið. Það var tekið fyrir í þættinum.
Valur mætti PAUC frá frá Frakklandi á dögunum en tapaði naumlega. Liðið er þó í þriðja sæti síns riðils, sem alls telur sex lið, þegar fjórar umferðir hafa verið leiknar.
„Þetta er ógeðslega skemmtilegt. Þetta fær kannski ekki nógu mikla athygli út af HM (í knattspyrnu í Katar) en það er góð stemning í kringum þetta,“ segir Helgi.
Hörður bendir á að þetta hjálpi fyrir HM í handbolta sem hefst í byrjun næsta árs.
„Þetta er meðbyr fyrir handboltann inn í janúar.“