Helgi Seljan, blaða­maður á Stundinni, settist í settið í Í­þrótta­vikunni með Benna Bó, sem sýnd er á Hring­braut á föstu­dögum. Þar var einnig Hörður Snævar Jóns­son, í­þrótta­stjóri Torgs.

Karla­lið Vals í hand­bolta keppir í Evrópu­deildinni þetta tíma­bilið. Það var tekið fyrir í þættinum.

Valur mætti PAUC frá frá Frakk­landi á dögunum en tapaði naum­lega. Liðið er þó í þriðja sæti síns riðils, sem alls telur sex lið, þegar fjórar um­ferðir hafa verið leiknar.

„Þetta er ó­geðs­lega skemmti­legt. Þetta fær kannski ekki nógu mikla at­hygli út af HM (í knatt­spyrnu í Katar) en það er góð stemning í kringum þetta,“ segir Helgi.

Hörður bendir á að þetta hjálpi fyrir HM í hand­bolta sem hefst í byrjun næsta árs.

„Þetta er með­byr fyrir hand­boltann inn í janúar.“