Frjáls­í­þrótta­þjálfarinn Toni Minichiello hefur verið dæmdur í ævi­langt bann frá þjálfun eftir að rann­sókn á hendur honum leiddi af sér þá niður­stöðu að hann hefði beitt ó­við­eig­andi kyn­ferðis­legri hegðun gegn í­þrótta­fólki sem hann þjálfaði. Sky Sports greindi frá.

Minichiello, sem þjálfaði meðal annars ólympíu­farann Jessicu Ennis-Hill fannst sekur um að hafa beitt ó­við­eig­andi kyn­ferðis­legum til­vísunum auk þess sem al­menn hegðun hans fól oft í sér „ó­við­eig­andi og oft á tíðum á­rásar­gjarna hegðun."

Frjáls­í­þrótta­sam­tök Bret­lands segja brotin hafa átt sér stað yfir 15 ára tíma­bil þar sem að Minichiello braut í­trekað af sér.

Minichiello neitar stað­fast­lega öllum á­sökunum um að hann hafi brotið af sér. Í yfir­lýsingu sem hann sendi frá sér lýsir hann yfir von­brigðum með niður­stöðu Frjáls­í­þrótta­sam­taka Bret­lands.

,,Ég hef verið þjálfari í yfir 30 ár og þó ég hafi verið kröfu­harður hef ég ekki hegðað mér með ó­við­eig­andi hætti gagn­vart neinum í­þrótta­manni líkt og margir þeirra myndu stað­festa."