Íslenski boltinn

„Ætlum okkur að afsanna þessa spá“

Keflavík mun falla úr Pepsi-deild karla í knattspyrnu ef spá íþróttadeildar Fréttablaðsins gengur upp. Guðlaugur Baldursson er að sjálfsögðu ósammála þessari spá og segir Keflvíkinga ætla að hrekja hana.

Guðlaugur Baldursson, þjálfari Keflavíkur

Keflavík var spáð neðsta sæti í árlegri spá Fréttablaðsins fyrir Pepsi-deild karla í knattspyrnu í sumar. Keflavík er nýliði í deildinni, en Guðlaugur Baldursson stýrði liðinu upp í efstu deild á sinni fyrstu leiktíð sem þjálfari liðsins.

„Við erum að sjálfsögðu ekki sammála þessari spá, en við skiljum hana alveg í ljósi þess að við erum nýliðar í deildinni. Við teljum okkur vera með góða blöndu af ungum og efnilegum leikmönnum og reynslumiklum og öflugum leikmönnum sem geta gert góða hlut í þessari deild,“ sagði Guðlaugur í samtali við Fréttablaðið.

Lítil velta hefur verið á leikmannahópi Keflavíkur síðan liðið tryggði sér sæti í efstu deild síðasta haust. Guðlaugur viðurkennir fúslega að hann hefði verið til í að styrkja leikmannahópinnn meira, en hann sé hins ánægður með þann leikmannahóp sem hann hefur í höndunum og treystit hópnum til að gera góða hluti í efstu deild. 

Bakvörðurinn Aron Freyr Róbertsson kom frá Grindavík, sóknartengiliðurinn Bojan Stefán Ljubicic gekk til liðs við Kefavík frá Fjölni og Jonathan Faerber sem varði mark Reynis Sandgerðis á siðustu leiktíð bættist í markvarðarsveit Keflavíkur.

Reynsluboltarnir og Keflvíkingarnir Jónas Guðni Sævarsson og Jóhann B. Guðmundsson hafa hins vegar lagt skóna á hilluna og Fannar Orri Sævarsson var lánaður til nágrannana í Víði frá Garði.

Leikmannahópurinn klár fyrir sumarið

„Hlutirnir þróuðust á þann hátt að við bættum ekki meira við okkur og þetta verður hópurinn sem við munum fara með inn í sumarið. Ég tel að liðið sé nógu gott til þess að halda sér í efstu deild. Það eru margir leikmenn að spila í efstu deild á Íslandi í fyrsta skipti og það verður spennandi að sjá hvernig þeir pluma. Ég hef mikla trú á þessum stráku og tel við munum gera góða hluti. Keflavík á heima í efstu deild að okkar mati,“ sagði Guðlaugur um leikmannahóp Keflavíkur.

„Staðan á leikmannahópnum er góð og lítil sem engin meiðsli eins og staðan er núna. Lasse [Rise], Sigurbergur [Sveinsson] og Einar Orri [Einarsson] sem hafa verið að glíma við meiðsli í vetur eru komnir á fulla ferð og verða klárir í slaginn í fyrsta leik. Vonandi höldum við okkur í sömu stöðu meiðslalega séð áfram,“ sagði Guðlaugur enn fremur um leikmannahópinn.

Keflavík mætir Stjörnunni á Samsung-vellinum í fyrstu umferð deildarinnar föstudaginn 27. apríl klukkan 20.00. Guðlaugur segir mikla spennu í Keflavík fyrri þeim leik og leikmenn, forráðamenn og stuðningsmenn Keflavíkur séu spenntir fyrir því að deildin hefjist. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

„Okkur langar að færa okkur upp um eitt þrep"

Íslenski boltinn

Spá Fréttablaðsins: KA hafnar í 6. sæti

Íslenski boltinn

FH bætir enn einum í leikmannahóp sinn

Auglýsing

Nýjast

Fótbolti

Barcelona vann bikarinn með stæl

Enski boltinn

Aron skaut Cardiff upp í annað sætið

Enski boltinn

Man. Utd getur bjargað tímabilinu með bikar

Körfubolti

Valur jafnaði metin gegn Haukum

Handbolti

ÍBV fer með þriggja marka forskot til Rúmeníu

Golf

Valdís Þóra í fínum málum í Marokkó

Auglýsing