Fjölskylda Georgia Stanway lenti í leiðinda atviki á þriðjudag þegar reynt var að ræna heimili þeirra. Það fór þó betur en á horfðist.

Stanway er leikmaður Bayern Munchen í Þýskalandi. Hún leikur nú með enska landsliðinu á Evrópumótinu. Liðið vann 4-0 sigur á Svíþjóð í undanúrslitum á þriðjudag og mætir Þýskalandi í úrslitum á sunnudag.

Glæpagengi gerði tilraun til að ræna heimili fjölskyldu Stanway á meðan leiknum stóð. Mennirnir sneru hins vegar við tómhentir, þar sem einn fjölskyldumeðlimur var óvænt heima.

Glæpamennirnir höfðu haldið að húsið yrði mannlaust þar sem allir fjölskyldumeðlimir hlytu að vera á vellinum að styðja við bakið á Stanway og landsliðinu.

„Þetta var súrsætur dagur. Á meðan við undirbjuggum okkur fyrir leikinn urðum við ansi leið að heyra að reynt hafi verið að ræna hús okkar af þjófum sem héldu að enginn yrði heima. Sem betur fer var einn fjölskyldumeðlimur heima sem gat ekki ferðast í leikinn,“ sagði faðir Stanway, Paul, um atvikið.