Sophia Floersch er aðeins 18 ára en stefnir hátt. Fyrir aðeins ári síðan lenti hún í slysi sem flestir muna eftir þegar hún flaug á vegg á yfir 200 kílómetra hraða í Macau. Ótrúlegt þykir að hún standi á tveimur jafnfljótum í dag.

Í þáttunum Rebel á BBC var Floersch nýjasti gesturinn og fór þar yfir ferilinn, slysið og framtíðardraumana. „Ég ætla mér að verða fyrsta konan sem verður heimsmeistari í íþrótt sem karlar hafa einokað,“ sagði hún meðal annars.

Sophia Floersch er aðeins 18 ára

Hún segist verða enn fyrir fordómum vegna þess að hún sé kona að keyra kappakstursbíl en hún er yngsti keppandi til að ná í stig í Formúlu 4. „Undanfarin ár hefur fólk sagt við mig; Af hverju ertu eiginlega í þessu sporti? Þú ert kona og munt aldrei ná langt. Svona ummæli hvetur mig að leggja enn harðar að mér. Ég er 100 prósent viss að kona geti orðið jafnfljót og karl og hafi það sem til þarf til að verða heimsmeistari. Fleiri stelpur ættu að setjast bakvið stýrið,“ sagði hún meðal annars.