Framkvæmdarstjóri NFL-deildarinnar segir að það verði ekki ætlast til að leikmenn deildarinnar fari í bólusetningu við kórónaveirunni strax í aðdraganda úrslitakeppninnar.

Undanfarnar vikur hafa sífellt fleiri smitast í NFL-deildinni en stutt er eftir af deildarkeppinni sem lýkur í byrjun janúar. Úrslitaleikurinn um Ofurskálina, Superbowl, fer fram í febrúar næstkomandi.

Fyrstu bólusetningin í Bandaríkjunum átti sér stað í gær og segist Goodell ekki eiga von á því að margir leikmenn deildarinnar séu á leiðinni í bólusetningu á næstunni.

„Það er ekki ætlast til þess að starfsmenn né leikmenn fái bólusetningu fyrir Superbowl,“ sagði Goodell þegar hann var spurður út í nýjustu fregnir af bólusetningum leikmanna.