Bry­an Bar­berena mun mæta Gunnari Nel­son á bar­daga­kvöldi UFC í O2 höllinni á laugar­daginn kemur. Bry­an stökk inn með skömmum fyrir­vara og ætlar að sanna sig á nýjan leik í bar­daganum gegn Ís­lendingnum eftir tap í síðasta bar­daga­ sínum.

„Ég er spenntur, get ekki beðið,“ sagði Bry­an í við­tali sem birtist á heima­síðu UFC. „Stemningin í O2 höllinni er alltaf mögnuð, á­horf­endurnir geggjaðir. Ég er að fara inn á ó­vina­svæði, ætla að taka út einn úr þeirra liði. Það er það sem ég geri best.“

Bry­an stökk inn fyrir Daniel Rodrigu­ez, sem Gunnar átti upp­haf­lega að mæta, með gömlum fyrir­vara. Banda­ríkja­maðurinn barðist síðast við Rafael dos Anjos í desember síðast­liðnum, þeim bar­daga lauk með tapi Bry­ans.

„Það að hafa fengið bar­dagann við Gunnar með svona stuttum fyrir­vara er bara akkúrat það sem mig vantaði. Þetta er full­komið tæki­færi fyrir mig að sýna að ég er betri bar­daga­maður en ég náði að sýna í desember.“

Hann hefur fylgst lengi vel með Gunnari og telur að hann muni mæta sterkari til leiks en var raunin í síðasta bar­daga Ís­lendingsins fyrir ári síðan þar sem vannst sigur á Takashi Sato. Fyrir það hafði Gunnar ekki barist í rúm tvö ár.

„Ég þekki það vel að langt líði á milli bar­daga. Mér fannst hann líta vel út, hann gerði það sem hann þurfti til þess að vinna. Mér fannst hann spila þetta öruggt en nú þegar að hann hefur komið sér aftur inn í þetta held ég að hann muni mæta æstari til leiks. Ég hef fylgst lengi með Gunnari, hann er frá­bær bar­daga­maður en hefur hljótt um sig, heldur sig til hlés.

Ég held að hann muni mæta í betra standi en í síðasta bar­daga sínum. Það að hann þurfi að mæta mér með svona skömmum fyrir­vara held ég að falli bara vel að hans upp­haf­lega leik­plani gegn Daniel Rodrigu­ez en ég tel mig samt vera tölu­vert öðru­vísi bar­daga­mann en hann og því þarf Gunnar að geta að­lagað sig eftir því sem bar­daganum vindur fram.“

Bry­an ætlar sér að sanna sig á nýjan leik.

„Fólk veit hvað ég kem með að borðinu þegar inn í bar­daga­búrið er komið. Á­horf­endur og UFC vita að ég mun bjóða upp á flug­elda­sýningu“