Sam Adekugbe kom inn á sem varamaður í kandadíska landsliðinu í gær og spilaði um leið sinn fyrsta leik á Heimsmeistaramótin í knattspyrnu í leik gegn Belgíu í gærkvöldi.

Um stóra stund var að ræða fyrir leikmanninn líkt og liðsfélaga hans hjá Kanada sem voru einnig að spila sinn fyrsta leik á HM en myndband að viðbrögðum móður Sam, við þeim tíðindum að sonur hennar væri að koma inn á í leiknum, hefur vakið mikla athygli.

,,Takk fyrir Jesú, takk fyrir Jesú. Halelúja," má meðal annars heyra hana segja í myndbandinu um leið og hún ærist af fögnuði en myndbandið má sjá hér fyrir neðan.

Sam Adekugbe er 27 ára gamall og leikur fyrir tyrkneska félagið Hatayspor. Hann spilar stöðu vinstri-bakvarðar og á að baki 35 A-landsleiki fyrir Kanada.

Kanada tapaði leiknum gegn Belgíu í gær þrátt fyrir að hafa verið, yfir stóran hluta leiks, mjög sprækir og betri en Belgarnir.

Sam Adekugbe, landsliðsmaður Kanada í leik gærkvöldsins gegn Belgíu
Fréttablaðið/GettyImages