Íslendingar voru ellefu sinni reknir af velli í tvær mínútur í fyrstu tveimur leikjum sínum á HM í Danmörku og Þýskalandi.

Aðeins þrjú lið hafa fengið fleiri brottvísanir á mótinu en Ísland. Svíar, Danir og Rússar hafa allir verið sendir tólf sinnum í skammarkrókinn. Egyptar og Króatar hafa fengið fæstar brottvísanir, eða fjórar hvort lið.

Ísland fékk 26 refsistig í fyrstu tveimur leikjum sínum á HM. Fimm refsistig fást fyrir rautt spjald, tvö fyrir tveggja mínútna brottvísun og eitt fyrir gult spjald.

Rússar og Brasilíumenn hafa fengið flest refsistig á HM, eða 32 hvort lið. Danir hafa fengið 29 refsistig, Svíar 27, Íslendingar og Austurríkismenn 26 hvor.

Aðeins fimm rauð spjöld hafa farið á loft á HM. Kóreumenn, Ungverjar, Sádí-Arabar, Brasilíumenn og Rússar eru einu liðin sem hafa fengið rautt spjald á mótinu.

Flest refsistig á HM:

Rússland - 32
Brasilía - 32
Danmörk - 29
Ísland - 26
Austurríki - 26
Katar - 25
Argentína - 25

Flestar brottvísanir á HM:

Rússland - 12
Danmörk - 12
Svíþjóð - 12
Brasilía - 11
Ísland - 11
Austurríki - 11
Argentína - 10
Katar - 10
Þýskaland - 10
Síle - 10