Ægir Þór Steinarsson sem leikið hefur með Stjörnunni undanfarnar leiktíðir hefur gert samning við Delteco Gipuzkoa BC San Sebastian á Spáni um að leika með félaginu næst vetur.

Þetta kemur fram á samfélagsliðmlum Stjörnnunnar.

Delteco Gipuzkoa BC San Sebastian féll úr ACB deildinni á síðasta tímabili og leikur þar af leiðandi í í LEB Gold á næstu leiktíð.

Ægir Þór var í úrvalslið Domino's-deildarinnar í vor en hann skoraði 17,8 stig, gaf 8,2 stoðsendingar og var með 21 framlagsstig í 32 leikjum.

Þessi þrítugi leikstjórnandi kom til Stjörnunnar fyrir tímabilið 2018-2019 einmitt úr atvinnumennsku á Spáni. Á meðan hann var í herbúðum Stjörnunnar lék Ægir Þór 92 leiki fyrir liðið, vann tvo bikarmeistaratitla og varð tvisvar sinnum deildarmeistari.