Á föstudaginn kemur mun íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu leika vináttulandsleik gegn Svíþjóð í Doha í Katar og á þriðjudaginn í næstu viku verða Eistar andstæðingar íslenska liðsins. 

Leikmannahópur íslenska liðsins er skipaður leikmönnum sem spila hér heima og í Skandínavíu auk liða í Evrópu sem hleyptu leikmönnum sínum í verkefnið sem er utan alþjóðlegra leikdaga. 

Æfingar liðsins fyrir leikinn gegn Svíþjóð hófust í gær og héldu svo áfram í dag, en myndskeiðið hér að neðan er af æfingu liðsins í dag.