Búið er að loka æfingasvæði Manchester United og er hætt við því að leik liðsins gegn Brentford á morgun verði frestað vegna kórónaveirusmita í hópnum.

Eftir 1-0 sigur liðsins á Watford um helgina greindist smit í teymi Manchester United. Sami aðili sýndi fram á neikvætt sýni í aðdraganda leiksins.

Félagið staðfesti að það hefði greinst smit hjá starfsmanni og leikmanni í PCR prófi í dag og var því ákveðið að loka æfingasvæðinu næsta sólarhringinn í von um að ná tökum á smitinu.

Um leið kom fram að félagið væri í viðræðum við ensku úrvalsdeildina um möguleikann á því að fresta leiknum gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni á morgun.